Íþróttaskólinn hefst á ný

Íþróttaskólinn hefst á ný

Íþróttaskóli barnanna fer aftur af stað eftir sumarfrí laugardaginn 14. september. Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði en þær Steinunn Húbertína og Heiðrún Jóhanna sjá um skipulagið sem fyrr. Kennt er í tveimur hollum og eru yngri börnin á undan frá 9:00-9:50 og þau eldri frá 10:00-10.50. Yngri eru börn fædd janúar til júní 2012 og 2011 en eldri eru börn fædd 2010 og 2009. Kennslan fer fram í Baulu íþróttahúsi Sunnulækjarskóla og er skráning á staðnum. Námskeiðsgjald eru krónur 10.000. Hlökkum til að sjá ykkur flest