Jólasýning 2016

Jólasýning 2016

Glæsileg jólasýning að baki og fimleikadeildin vill þakka öllum sem komu að því að gera hana að veruleika mjög vel fyrir. Það er einstakt að eiga svona frábæra þjálfarar, sjálfboðaliða og ekki síst iðkendur sem leggja allt sitt að mörkum til þess að gera sýninguna eins glæsilega og mögulegt er.

Fimleikamaður og kona ársins hjá Fimleikadeild Selfoss voru krýnd á sýningunni. Það voru þau Rikharð Atli Oddsson og Margrét Lúðvígsdóttir sem voru krýnd þessum titlum á laugardaginn. Þau kepptu bæði með blönduðu liði Selfoss á síðasta tímabili og urðu Íslands-, Bikar- og deildarmeistarar með liðinu. Þau voru einnig lykilmanneskjur í landsliði Íslands fullorðinna sem keppti í flokki blandaðra liða á Evrópumeistaramótinu núna í haust þar sem þau lentu í 3.sæti.

Nú mega jólin koma

Tags: