Jólasýningin á laugardag

Jólasýningin á laugardag

Jólasýning Fimleikadeildar Selfoss, sem að þessu sinni fjallar um Mjallhvíti og dvergana sjö, verður laugardaginn 14. desember í íþróttahúsi Vallaskóla. Nú seinustu dagana fyrir sýningu vinna margar fórnfúsar hendur að undirbúningi sýningarinnar og krakkarnir æfa stíft undir vaskri stjórna þjálfara til að stóri dagurinn verði sem eftirminnilegastur.

Þetta er í áttunda skiptið sem þjálfarar og iðkendur deildarinnar setja upp glæsilega sýningu á jólaföstunni og vinnur stór hópur fólks þrekvirki á hverju ári við undirbúning og framkvæmda sýningarinnar.

Sýningarnar í ár verða þrjár eins og undanfarin ár. Sú fyrsta byrjar kl. 9:30, önnur sýning er kl. 11:30 og síðasta sýningin er kl. 13:15. Aðgangur er kr 1.000 kr. fyrir 13 ára og eldri en frítt er fyrr 12 ára og yngri. Forsala aðgöngumiða er í anddyri Vallaskóla föstudaginn 13. desember frá kl. 16-18. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að fá jólaandann beint í æð.

Tags: