Jólasýningin fór fram um helgina

Jólasýningin fór fram um helgina

Glæsileg jólasýning fimleikadeildar Selfoss er að baki og vill deildin þakka öllum sem komu að því að gera hana að veruleika mjög vel fyrir. Alls voru þetta þrjár sýningar og fullt á þær allar.

Það er einstakt að eiga svona frábæra þjálfarar, sjálfboðaliða og ekki síst iðkendur sem leggja allt sitt að mörkum til þess að gera sýninguna eins glæsilega og mögulegt er.

Í Jólasýningar nefnd voru þær: Berlind Elíasdóttir, Margrét Lúðvígsdóttir, Sigríður Ósk Harðardóttir, Sigrún Ýr Magnúsdóttir og Þyrí Imsland.

Inn á facebook síðunni Selfoss Fimleikamyndir sem Inga Heiða Heimisdóttir heldur úti er hægt að skoða og kaupa myndir frá sýningunni. Allur ágóði fer í sérstakan fræðslusjóð Fimleikadeildarinnar.

Nú mega jólin koma!

Tags: