Jólasýningin – Frozen

Jólasýningin – Frozen

Laugardaginn 13. desember verður hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Selfoss. Þetta er níunda sýningin í röðinni en að þessu sinni verður íþróttahúsinu í Vallaskóla breytt í FROZEN-veröld.

Allir iðkendur fimleikadeildarinnar taka þátt í sýningunni en alls verða þrjár sýningar í boði. Fyrsta sýning hefst klukkan 9:30, sýning tvö er klukkan 11:30 og síðasta sýningin er 13:15.

Aðgangseyrir er krónur 1.000 fyrir 13 ára og eldri en það ætti enginn að láta þennan viðburð framhjá sér fara.

Tags: