Keyrslumót fyrir NM 2015

Keyrslumót fyrir NM 2015

Meistaraflokkur Selfoss mun ásamt liðum Íslands sem taka þátt á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sýna á keyrslumóti sem haldið verður á sunnudag hjá Stjörnunni í Ásgarði. Mótið er æfing fyrir Norðurlandamótið og hefst klukkan 19:30 sunnudaginn 1. nóvember.

Undirbúningur fyrir Norðurlandamótið gengur vel og er góð stemning í hópnum. Stuðningur úr stúkunni á mótinu sjálfu þann 14. nóvember getur skipt sköpum en liðið bindur vonir um að Selfyssingar fjölmenni. Miðasala er í fullum gangi inná TIX.is.

Við hvetjum áhugasama um að koma í Garðabæ um helgina og kíkja á liðin fyrir NM og veita þeim stuðning.

Þessa dagana eru liðsmenn Selfoss á fullu að undirbúa sig fyrir Norðurlandamótið.
Ljósmynd: Umf. Selfoss

Tags:
,