Landsliðið æfir í Baulu

Landsliðið æfir í Baulu

Nú styttist óðum í Evrópumótið í hópfimleikum og sendir Ísland 4 lið til leiks að þessu sinni. Liðin eru á fullu í æfingaferlinu og nýta sér meðal annars æfingaaðstöðuna í Baulu fyrir æfingar.

Meðfylgjandi mynd er tekin í Baulu á landsliðsæfingu hjá blönduðu liði Íslands, en meðal annars má þar sjá Selfyssinginn Eystein Mána Oddsson. Einn af þjálfurum liðsins er yfirþjálfarinn okkar, Tanja Birgisdóttir.

Þess má geta að auk þeirra eru Birta Sif Sævarsdóttir, Margrét Lúðvígsdóttir, Katharina Jóhannsdóttir og Hekla Björt Birkisdóttir að æfa með landsliðum Íslands en þau hafa öll æft með Selfoss á sínum fimleikaferli, en það er greinilegt að kraftar Selfoss teygja sig á ýmsan hátt inn í landsliðsverkefnin.