Miðasala á Norðurlandamótið í hópfimleikum er hafin á TIX.IS

Miðasala á Norðurlandamótið í hópfimleikum er hafin á TIX.IS

Miðasala á Norðurlandamótið í hópfimleikum hófst í dag klukkan 12:00 á miðasöluvefnum tix.is.

Fimleikadeild Selfoss tryggði sér þátttöku á mótinu fyrir hönd Íslands sl. vor. Það er blandað lið Selfoss sem mun etja kappi við önnur sterk lið frá Norðurlöndunum en búast má við mjög harðri keppni.

Mótið verður haldið í Vodafonhöllinni að Hlíðarenda og mun Selfoss keppa fyrir hádegi.

Við hvetjum alla til að tryggja sér miða á þennan einstaka viðburð, lita stúkuna vínrauða og upplifa stemminguna eins og hún gerist best. Einungis eru 1.400 miðar í boði og þeir seljast hratt.

Á síðasta Norðurlandamóti sem haldið var í Ásgarði voru stuðningsmenn Selfoss þeir bestu og treystum við á að þeir endurtaki leikinn. Áfram Selfoss!

Tags: