Minningarmót 2017

Flottar stelpur á minningarmóti 2016

Minningarmót 2017

Flottar stelpur á minningarmóti 2016

Fimmtudaginn 25. maí, uppstigningardag verður haldið hið árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson en hann þjálfaði hjá deildinni þegar hún var ný stofnuð. Foreldrar Magnúsar þau Garðar Garðarsson og Valborg Árnadóttir voru stofnendur deildarinnar en Garðar var einnig fyrsti formaður deildarinnar.

Mótið er innanfélagsmót og er haldið í Iðu. Fyrri hlutinn byrjar kl. 10:00 og verðlaunaafhending verður um 11:15. Seinni hlutinn hefst 13:15 og verðlaunaafhending er áætluð um 15:00

Minningarmótið er síðasta mótið á þessu keppnistímabili hjá krökkunum en seinni hlutinn af minningarmótinu verður haldinn viku síðar eða fimmtudaginn 1. júní.

Hlökkum til að sjá sem flesta, frítt verður á mótið.