Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson á fimmtudag

Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson á fimmtudag

Hið árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson, sem var einn af fyrstu þjálfurum fimleikadeildar Selfoss, verður haldið í íþróttahúsinu Iðu fimmtudaginn 5. maí. Foreldrar Magnúsar Arnars, þau Garðar Garðarsson og Valborg Árnadóttir, voru helstu hvatamenn að stofnun fimleikadeildarinnar en það var árið 1987. Garðar Garðarsson var jafnframt fyrsti formaður deildarinnar en á næsta ári fagnar deildin 30 ára afmæli.

Mótið er innanfélagsmót iðkenda fimleikadeildarinnar og taka iðkendur frá 2. bekk og upp úr þátt á fimmtudag. Seinni hluti minningarmóts sem er þá mót yngri iðkenda verður haldið síðar í maí og verður það sérstaklega auglýst.  Mótið á fimmtudaginn er í tveimur hlutum og hefst fyrri hluti klukkan 9:50 og seinni hlutinn klukkan 13:15. Í lok mótsins verða hefðubundnar viðurkenningar veittar.

Hlökkum til að sjá ykkur og bendum á að aðgangur er ókeypis.