Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson á sunnudag 11.maí

Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson á sunnudag 11.maí

Hið árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson verður haldið sunnudaginn 11. maí í íþróttahúsinu Iðu. Mótið er tvískipt en fyrir hádegi klukkan 11:15 sýna yngri iðkendur listir sínar og eftir hádegi klukkan 14:10 sýna eldri iðkendur. Flestir hóparnir eftir hádegi ásamt nokkrum fyrir hádegi eru í fullum undirbúningi fyrir Vormótið í hópfimleikum sem haldið verður á Akureyri 17.-18. maí og nota Minningarmótið sem hluta þess undirbúnings.

Það er hefð að krýna efnilegasta unglinginn, veita viðurkenningu fyrir framför og ástundun og velja félaga ársins á þessum viðburði og verður engin undantekning frá því nú. Það fer fram að loknum seinni hluta mótsins. Hlökkum til að sjá ykkur í Iðu á sunnudaginn. Aðgangur er ókeypis.