Nettómót í hópfimleikum

Nettómót í hópfimleikum

Sunnudaginn 24. febrúar stóð fimleikadeild Selfoss fyrir byrjendamóti í hópfimleikum. 12 lið mættu til leiks og voru þau flestöll að stíga sín fyrstu skref í keppni. Selfoss átti 3 lið, F1, F2 og F3. Hvert lið fékk verðlaun fyrir sitt besta áhald. Selfoss F1 fékk verðlaun fyrir gólfæfingar, Selfoss F2 og Selfoss F3 fengu verðlaun fyrir æfingar á dýnu. Skemmtilegt mót og gaman að sjá framtíðar fimleikastelpur sýna listir sínar.