Nettómótið á sunnudaginn

Nettómótið á sunnudaginn

Hið árlega Nettómót í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsinu Iðu sunnudaginn 19. febrúar. Mótið hefst klukkan 9:00 og stendur til 14:00. Mótið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni í hópfimleikum. Sex félög taka þátt á mótinu en það eru Afturelding, Björk, Gerpla, Rán frá Stokkseyri og heimaliðið Selfoss.

Aðeins kostar kr. 500 inn á mótið og öllum er velkomið að koma og fylgjast með.