Nettómótið í hópfimleikum á laugardag 14. mars

Nettómótið í hópfimleikum á laugardag 14. mars

Nettómótið í hópfimleikum fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla laugardaginn 14.mars. Alls eru 18 lið skráð til keppni frá átta félögum.  Liðin eru að stíga sín fyrstu skref í keppni og verður gaman að fylgjast með þeim á laugardaginn.  Mótið er í þremur hlutum og hefst fyrsti hluti klukkan 12:55, annar hluti klukkan 15:15 og þriðji hluti klukkan 17:20.