Niðurröðun í fimleikahópa lokið og stundaskrá tilbúin

Niðurröðun í fimleikahópa lokið og stundaskrá tilbúin

Nú ættu allir að vera búnir að fá póst frá Fimleikadeild Selfoss ef þeir sóttu um í fimleika. Ef einhver hefur sótt um en ekki fengið póst frá deildinni verður hinn sami að senda póst á fimleikarselfoss@simnet.is og láta vita af sér. Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá mánudaginn 2. september.
Enn er opið fyrir skráningar í parkour en æfingar hefjast á mánudag 2. september. Stundaskrá parkour má sjá inn á heimasíðu fimleikadeildar.  
Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 14. september og skráningar eru á staðnum. Börn fædd 2012 (janúar-júní) og 2011 mæti frá 9:00-9:50 og börn fædd 2010 og 2009 mæti frá 10:00-10:50.