Nýr yfirþjálfari fimleikadeildar Selfoss

Nýr yfirþjálfari fimleikadeildar Selfoss

Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss hefur ráðið Evu Þórisdóttur í stöðu yfirþjálfara deildarinnar frá 1. ágúst 2016.

Eva þekkir vel til fimleika á Selfossi en hún hefur stundað æfingar og þjálfað hjá deildinni auk þess sem hún hefur fjölbreytta dómarareynslu í greininni.

Sú breyting verður hjá deildinni í haust að í stað 3ja yfirþjálfara á mismunandi aldursstigum mun einn hafa yfirumsjón með starfinu.

Við bjóðum Evu  velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.

Stjórn fimleikadeildar Umf. Selfoss

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.