Parkour í Baulu

Parkour í Baulu

Parkourið er komið á fullt eftir jólafrí hjá fimleikadeildinni. Einhver laus pláss eru í hópunum en æft er í yngri og eldri hóp. Yngri hópur eru fæddir 2001 og seinna en eldri hópur eru fæddir 2000 og fyrr. Eldri æfa á mánudögum frá 20:00-21:30 og laugardögum frá 12:30-14:00 en yngri æfa á mánudögum frá 18:30-20:00 og laugardögum frá 11:00-12:30. Þjálfari hópsins er Sindri Viborg en hann hefur áralanga reynslu af parkourþjálfun og kennir það víðsvegar í RVK og nágrenni.  Skráningar og frekari upplýsingar á fimleikarselfoss@simnet.is.

Tags: