Sætaferðir á Íslandsmótið í hópfimleikum

Sætaferðir á Íslandsmótið í hópfimleikum

Íslandsmótið í hópfimleikum fer fram í Ásgarði í Garðabæ föstudaginn 17. apríl og laugardaginn 18. apríl verður keppt í úrslitum á áhöldum.

Á föstudeginum býður fimleikadeildin uppá fríar sætaferðir á mótið en mótið hefst klukkan 16:55. Rútan fer frá Baulu klukkan 15:35 á föstudaginn og heim aftur að móti loknu klukkan 19:00.

Fimleikadeild Selfoss á góða möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli í fjölþraut í fullorðinsflokki en í fyrra náðust tveir Íslandsmeistaratitlar á einstökum áhöldum. Við hvetjum alla til að mæta í vínrauðu og láta í sér heyra í Ásgarð á föstudaginn.