Sameiginleg æfing meistaraflokka í fimleikum og knattspyrnu

Sameiginleg æfing meistaraflokka í fimleikum og knattspyrnu

Laugardaginn 21. mars buðu stelpurnar í meistaraflokki í fimleikum stelpunum í meistaraflokki í knattspyrnu til sín á æfingu. Stelpurnar tóku góða upphitun, fimleikastöðvar og dönsuðu svo saman í lokin. Æfingin heppnaðist mjög vel enda kraftmiklar konur hér á ferð og sýndu margar stúlkur góða takta í fimleikunum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hóparnir æfa saman og er nokkuð ljóst að þetta verður endurtekið. Fimleikastelpurnar eru á leiðinni á fótboltaæfingu til knattspyrnustúlknanna þegar keppnistímabilinu í fimleikum er lokið.