Seinni degi haustmótsins lokið

Seinni degi haustmótsins lokið

Seinni degi haustmóts í hópfimleikum lauk í dag. Selfyssingar áttu tvö lið í keppninni í dag.

Strákarnir í eldri flokknum enduðu í 2. sæti á eftir sterku liði Stjörnunnar. Þeir sýndu góða takta og það verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.

Stelpurnar í Selfoss 4 kepptu í 2. flokki og nældu sér í bronsverðlaun af tólf liðum. Glæsilegur árangur þar. Þess má geta að þær eru allar á yngsta ári í flokknum og eiga því nóg inni.

Mótið gekk í alla staði vel fyrir sig og viljum við þakka öllum þeim sem komu að mótinu og gerðu okkur kleift að framkvæma það svona vel hvort heldur það voru sjálfboðaliðar, stjórn, þjálfarar, dómarar, foreldrar eða eldri iðkendur. Ekki má svo gleyma styrktaraðilunum okkar. Án ykkar allra væri starfið ekki þar sem það er í dag.

TAKK allir fyrir frábæra fimleikahelgi á Selfossi.

Hér má finna öll úrslit helgarinnar.

Meðfylgjandi eru myndir sem Inga Heiða Heimisdóttir tók af keppendum dagsins frá Selfossi.

KK eldra lið IHH KVK 2. flokkur Selfoss 4 IHH

Tags:
,