Selfoss liðin stóðu sig vel á haustmóti

Selfoss 1 í 2. flokki

Selfoss liðin stóðu sig vel á haustmóti

Selfoss 1 í 2. flokki

Selfoss sendi þrjú lið til keppni á seinni hluta haustmóts Fimleikasambandsins sem var haldið á Akranesi um síðustu helgi.

Í 2. flokki blandaðra liða vann lið Selfoss öruggan sigur. Lið Selfoss 1 í 2. flokki náði fjórða sæti sem er flottur árangur þar sem þær eru allar á yngra ári í flokknum en þær voru aðeins 0,085 stigum frá bronsverðlaununum. Lið Selfoss 2 í 2. flokki átti einnig mjög góðan dag og skiluðu öllum sínum æfingum með sóma.

Þetta unga íþróttafólk var félagi sínu og sjálfum sér til sóma og að vanda fylgdist fjöldi foreldra með skemmtilegri keppni.

Á mynd með fréttinni er lið Selfoss 1 í 2. flokki.
Fyrir neðan eru blandað lið og lið Selfoss 2 í 2. flokki að dansa.
Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf. Selfoss.

s-mix-2fl

selfoss-2-2-fl

Tags: