Selfoss með tvenn bronsverðlaun á Íslandsmótinu í hópfimleikum í dag

Selfoss með tvenn bronsverðlaun á Íslandsmótinu í hópfimleikum í dag

Úrslit í fjölþraut Íslandsmótsins í hópfimleikum fór fram í Ásgarði í dag.  Mótið verður sýnt á RUV á morgun laugardag klukkan 13:30.  Blandað lið Selfoss keppti við tvö önnur lið annað frá Gerplu sem er á leið á NM juniora í Svíþjóð og svo hinsvegar við blandað lið Stjörnunnar og Ármanns. Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Ármanns bar sigur úr bítum í þessum flokki með samtals 44,70 stig, lið Gerplu varð í 2.sæti með 42,25 stig og lið Selfoss endaði í þriðja sæti með 37,65 stig.  Krakkarnir áttu ágætis mót þó svo dýnan hafi verið betri á síðasta móti.  Þrjú lið í hverjum flokki fara í úrslit á áhöldum og þar sem það kepptu aðeins þrjú lið í flokki blandaðra liða þá fer lið Selfoss mix í úrslit á öllum áhöldum á morgun. 
Kvennalið Selfoss HM1 átti mjög góða keppni en þær fengu yfir 15 stig á öllum áhöldum sem er mjög gott.  Þær áttu fyrst dýnu og sýndu þar fínar æfingar en eiga aðeins inni í erfiðleika þar og ætla að bæta honum inn í úrslitum á morgun. Trampólínið var glæsilegt og uppskáru þær 15,8 stig fyrir þær æfingar verðskuldað. Dansinn var einnig mjög glæsilegur en það var mjög jafnt á með liðunum í dansi að þessu sinni.  Aðeins skildu 0,25stig á milli 1.sætis og 4.sætis en lið Gerplu A var með 15,85 stig og lið Selfoss í 4.sæti með 15,60 stig. Á morgun fara úrslitin fram á einstökum áhöldum en þrjú efstu liðin á hverju áhaldi komast áfram. Selfoss komst áfram á dýnu og trampólíni en það munaði aðeins hársbreidd eins og áður sagði á dansinum í kvöld.