Selfyssingarnir Katharína og Martin Bjarni á Norðurlandamóti

Selfyssingarnir Katharína og Martin Bjarni á Norðurlandamóti

Selfyssingarnir Katharína Sybilla Jóhannsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson keppa á morgun, laugardag 7. maí, fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í flokki unglinga. Þau keppa ásamt félögum sínum í unglingalandsliðinu í Ármannnsheimilinu í Laugardal og hefst keppnin klukkan 10:00.

Frábær árangur hjá þeim og við óskum þeim góðs gengis um helgina og áfram Ísland.