
06 jún Síðasti hluti – Minningarmót

Síðasti hluti minningamóts fór fram á síðasta fimmtudag en þar sýndu yngstu iðkendur deildarinnar listir sínar. Mótið var þrír hlutar og þar gerðu iðkendur æfingar sem þau hafa verið að æfa í vetur. Óhætt er að segja að framtíðin sé björt hjá deildinni en við eigum mikið af ungu og efnilegu fimleikafólki.
Í mótslok voru allir krakkarnir verðlaunaðir með medalíu og íspinna sem Nettó gaf.
Inga Heiða tók myndir af mótinu og þær er hægt skoða á facebooksíðunni Selfoss fimleikamyndir.