Skipulag á haustmóti í hópfimleikum

Skipulag á haustmóti í hópfimleikum

Dagana 12. – 13. nóvember fer fram fyrra haustmótið í hópfimleikum. Mótið er að þessu sinni haldið í Ásgarði, í umsjón fimleikadeildar Stjörnunnar.

Í ár er haustmótið í tvennu lagi og verða keppnisflokkar á þessu fyrra haustmóti 4. og 3. flokkur kvenna- og blandaðra liða og karlaflokkur yngri og eldri.

Alls eru 600 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum víðsvegar að af landinu.

Búast má við spennandi keppni í öllum flokkum. En á haustmótinu ákvarðast niðurröðun liða í keppnisdeildir fyrir tímabilið.

Facebook-viðburður mótsins.

 

Úrslit mótsins verður svo hægt að nálgast á úrslitasíðu FSÍ.

 

Frétt frá Fimleikasambandinu.