Skráning hafin í Parkour

Skráning hafin í Parkour

Fimleikadeild Selfoss býður uppá parkour eins og undanfarin ár. Í vetur verður með okkur kennari sem hefur kennt þetta í nokkur ár en hann heitir Sindri Viborg. Kennt verður í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla tvisvar í viku. Skipt verður í tvo hópa eftir aldri en yngri hópurinn er fyrir stráka og stelpur  fædd 2004-2001 og eldri hópurinn er fyrir stráka og stelpur fædd 2000 og fyrr. Skráningar eru í fullum gangi inná selfoss.felog.is en nánari upplýsingar má fá á netfangið fimleikarselfoss@simnet.is