Skráning í fimleika veturinn 2012-2013

Skráning í fimleika veturinn 2012-2013

Nú hefst skráning í fimleika fyrir veturinn 2012-2013.  Ungmennafélag Selfoss er að taka í notkun nýtt skráningarkerfi sem heitir Nora. Allar deildir innan félagsins munu nota þetta kerfi en við ríðum á vaðið með forskráningu í fimleikana.  Slóðin inná kerfið er selfoss.felog.is  og það leiðir ykkur áfram.  Forskráningar standa yfir frá 13.ágúst til og með 20.ágúst og hvetjum við ykkur til að vera innan þessara tímamarka.  Eftir að forskráningum lýkur verður unnið úr umsóknum og iðkendum raðað niður á hópa.  Ef þið lendið í vandræðum með skráningarnar má senda póst á fimleikarselfoss@gmail.com  Skráningarkerfið býður uppá skráningu í fimleika fyrir 4-9 ára, keppnisfimleika 10 ára og eldri, fimleika án keppni 10 ára og eldri, parkour sem og fullorðinsfimleika. Spennandi vetur framundan með fullt af skemmtilegum verkefnum, hlökkum til að sjá ykkur.