Skráningu í fimleika lýkur á sunnudag

Skráningu í fimleika lýkur á sunnudag

Opið er fyrir skráningar í fimleika og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til sunnudagsins 20. ágúst. Skráning fer fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is.

Vinna við að raða í hópa fyrir veturinn er í fullum gangi og verður vonandi hægt að kynna hópaskiptingu og æfingatíma í næstu viku.