Söfnunardagur fimleikadeildar heppnaðist vel

Söfnunardagur fimleikadeildar heppnaðist vel

Sunnudaginn 13. ágúst stóð fimleikadeild Selfoss fyrir fjáröflun til uppbyggingar á fjölskyldusvæði sem á að rísa á Selfossi. Haldin var fimleikaæfing í Baulu, íþróttahúsinu á Selfossi og kostaði kr. 1.000 inn. Þar tóku þjálfarar fimleikadeildarinnar vel á móti þeim sem komu, iðkendum og foreldrum þeirra. Söfnunin heppnaðist vel og var mjög góð stemming í húsinu.

Fimleikadeild þakkar kærlega þeim sem komu og voru með okkur.