Subway-mótið á Selfossi 2016

Subway-mótið á Selfossi 2016

Stærsta hópfimleikamót sem haldið hefur verið á Íslandi fer fram á Selfossi um helgina en um er að ræða Subway-Íslandsmótið í hópfimleikum. Þar munu 1100 keppendur í 90 liðum frá 16 félögum taka þátt. Selfyssingar eiga 13 þátttökulið keppenda á aldrinum 9-16 ára.

Mótið er haldið í íþróttahúsi Vallaskóla og hefst keppni á föstudaginn klukkan 16:00. Keppt verður frá morgni til kvölds á laugardag og sunnudag og má búast við líflegri helgi í íþróttahúsinu. Mikill fjöldi foreldra, þjálfara, dómara og annarra sjálfboðaliða munu sinna mikilvægum störfum um helgina en án þeirra væri ekki hægt að halda mót sem þetta. Við kunnum öllum þeim sem að mótinu koma bestu þakkir fyrir.

Skipulag fyrir Subway Íslandsmótið 2016

Hvetjum gesti og gangandi eindregið til að kíkja við í Vallaskóla um helgina og njóta.

ob