Sumarfimleikar fyrir börn fædd 2008–2010.

Sumarfimleikar fyrir börn fædd 2008–2010.

Fjölbreyttar æfingar og leikir með áherslu á grunnfimleika, samhæfingu, styrk og liðleika. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum áður til að geta sótt þessar æfingar. Æfingar eru í Baulu, íþróttahúsinu í Sunnulækjaskóla.

Börn fædd 2010 æfa í 1,5 klst, þrisvar sinnum í viku. Verð fyrir sumarið 19.900 kr.

Börn fædd 2008-2009 æfa 2 klst, þrisvar sinnum í viku. Verð fyrir sumarið 21.900 kr.

Æfingatímabil: Fyrra tímabil 6. júní – 30. júní og seinna tímabil 8. ágúst – 18. ágúst.

Opnað verður fyrir skráningar 3. maí  inn á selfoss.felog.is. Nánari upplýsingar um sumaræfingar verða auglýst síðar. Hægt er að hafa samband á fimleikar@umfs.is ef það eru einhverjar spurningar.