Sumarnámskeið Fimleikadeildar 2014

Sumarnámskeið Fimleikadeildar 2014

Fimleikanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2004-2008.

Fjölbreyttar æfingar og leikir með áherslu á grunnfimleika, samhæfingu, styrk og liðleika. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum áður til að geta sótt þessi námskeið.
Kennslan fer að mestu fram inni en ef veður leyfir verður kennt úti líka.

Ath. breytt tímasetning frá auglýsingu í bækling Sveitarfélagsins!
Kennt er eftir hádegi  frá 13:00-15:30. Verð er 5000-6000 kr. vikan. Opnað hefur verið fyrir skráningar inná selfoss.felog.is   Nánari upplýsingar má fá á netfanginu fimleikarselfoss@simnet.is eða í síma 482-1505.

Námskeiðstímabil
10. – 13. júní
16. – 20. júní
23. – 27. júní
5. – 8. ágúst
11. – 15. ágúst

Við viljum vekja athygli á því að í boði verða sumaræfingar 2x í viku fyrir börn fædd 2005-2007 og þrisvar í viku fyrir börn fædd 2001-2004. Tímasetningar og verð koma inn í næstu viku og þá verður opnað fyrir skráningar á sumaræfingar fimleikadeildarinnar á selfoss.felog.is. Tímabilin verða 2. júní – 6. júní seinnipartsæfingar og svo frá 10. júní – 30. júní og 5. ágúst – 15. ágúst verða morgunæfingar.
Eldri iðkendur fædd 2000 og fyrr æfa seinni partinn í sumar 3-4x í viku. Eurogymhópur æfir 2x í viku á kvöldin fram að eurogymferð. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í sumar.