Sumarnámskeið fimleikana

Sumarnámskeið fimleikana

Skráning í sumarnámskeið fimleikana.

Í sumar býður fimleikadeildin upp á fimleikar fyrir börn fædd árin 2009, 2010 og 2011.

Fjölbreyttar æfingar og leikir með áherslu á grunnfimleika, samhæfingu, styrk og liðleika. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum áður til að geta sótt þessar æfingar og eru allir velkomnir. Æfingarnar verða í Baulu, íþróttahúsinu við Sunnulækjaskóla.

Æft verður 11. – 30. júní og 7. – 17. ágúst, frí í júlí.

Börn fædd 2011 æfa í 1,5 klst, mán, mið og fim frá 9-10:30. Verð fyrir sumarið er 19.900 kr.

Börn fædd 2009 og 2010 æfa í 2 klst í senn, mán, mið og fim frá 9 – 11:00. Verð fyrir sumarið er 21.900 kr.

Opnað hefur verið fyrir skráningar á selfoss.felog.is

Nánari upplýsingar fást á fimleikar@umfs.is

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar 😀🤸‍♂️