Tanja Birgisdóttir nýr yfirþjálfari

Tanja Birgisdóttir nýr yfirþjálfari

Stjórn fimleikadeildar Umf. Selfoss tilkynnir að búið er að ganga frá ráðningu Tönju Birgisdóttur sem yfirþjálfara á efsta stigi deildarinnar fyrir næsta fimleikatímabil. Tanja ætti að vera flestum vel kunnug enda hefur hún þjálfað hjá deildinni í mörg ár en færði sig yfir til Stjörnunnar sl. haust.

Tanja hóf störf hjá deildinni 1. júní, reynslunni ríkari. Aðrar breytingar hjá deildinni eru enn í mótun og verða kynntar þegar þær liggja fyrir.

Við bjóðum Tönju velkomna til starfa.