Tanja og Mads þjálfa Ísland

Tanja og Mads þjálfa Ísland

Tanja Birgisdóttir og Mads Pind Lochmann Jensen þjálfarar hjá fimleikadeild Selfoss hafa verið ráðin sem landsliðsþjálfarar Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Danmörku í október 2020. Tanja mun þjálfa kvennalið Íslands en Mads blandað lið unglinga. Við erum stolt af þessu vali og óskum þeim innilega til hamingju.

Ljósmynd: Fimleikasamband Íslands