Þessar verða í eldlínunni í kvöld

Þessar verða í eldlínunni í kvöld

Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fer fram í kvöld 5.apríl klukkan 19:20 í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Búast má við hörkukeppni en keppt verður í karla, kvenna og blönduðum liðum og á Selfoss eitt lið í hverjum flokki.  Búast má við fjölmenni á mótið frá öllum félögum en bílastæði verða þétt setin sökum þess að úrslitaleikur í Körfunni fara fram í sama húsi á sama tíma í kvöld.  
Úrslit Íslandsmótsins fara svo fram 26. og 27.apríl í íþróttahúsinu við Versali í Kópavogi en sú keppni verður sýnd í beinni útsendingu á RUV.