Þjóðahátíðarblöðrur og hátíðarkaffi

Þjóðahátíðarblöðrur og hátíðarkaffi

Fimleikadeild Umf. Selfoss verður með blöðrusölu í tjaldinu í miðbæjargarðinum á 17. júní. Tjaldið opnar klukkan 11 og hægt að nálgast blöðrur strax þá. Mjög mikið úrval af stórum og litlum blöðrum. Að sjálfsögðu verður annar 17. júní varningur á sínum stað.

Hlökkum til að sjá ykkur og gleðilegan þjóðhátíðardag.

Hátíðarkaffi frjálsíþróttadeildar

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss stendur fyrir hátíðarkaffi þann 17. júní í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á boðstólum verða heimalagaðar tertur ásamt brauðtertum og flatkökum. Kaffisalan opnar klukkan 15:00 og er opin í um 2 klukkustundir.

Vonumst til þess að sem flestir komi við og njóti góðra veitinga og styrki um leið öflugt starf frjálsíþróttadeildarinnar.