Tveir Selfyssingar á Norður-Evrópumótið

Tveir Selfyssingar á Norður-Evrópumótið

Tveir Selfyssingar eru í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Þrándheimi í Noregi helgina 22. – 23. október.

Í karlalandsliðinu er Matin Bjarni Guðmundsson sem æfir með Gerplu og í kvennalandsliðinu er Katharína Sybila Jóhannsdóttir sem æfir með Fylki.

Við óskum keppendum, félögum og forráðamönnum innilega til hamingju og sendum óskir um gott gengi í Noregi.