Ungir fimleikastrákar á sameiginlegri æfingu

Ungir fimleikastrákar á sameiginlegri æfingu

Fimleikasamband Íslands stóð fyrir sameiginlegri drengjaæfingu hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ sl. laugardag. Saman voru komnir drengir á aldrinum átta til fjórtán ára úr fjórum félögum og æfðu þeir undir stjórn landsliðsþjálfaranna Yrsu Ívarsdóttur, Kristins Guðlaugssonar og Henriks Pilgaard. Gekk æfingin vel í alla staði og voru drengirnir mjög sáttir við sitt. Æfingin er liður í að efla drengi í fimleikum á Íslandi. Frábært famtak hjá FSÍ.