Unglingalandsliðið í æfingabúðum

Unglingalandsliðið í æfingabúðum

Þessir eitursvölu krakkar eru stödd í Svenborg í Danmörku með unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum. Liðið er í æfingabúðum fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið verður á Íslandi 13.-18. október í haust. Alls fóru um 80 keppendur út en þeir skipa þau fimm lið sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem fer fram í Laugardalshöll.

Þarna eigum við Selfyssingar fjóra stráka í aftari röð. Frá vinstri Ægir Atlason og við hlið hans Rikharð Atli Oddsson, fyrir miðju Konráð Oddgeir Jóhannsson og á endanum hægra megin Eysteinn Máni Oddsson. Stelpurnar okkar eru í neðri röð. Frá vinstri Anna María Steingrímsdóttir, við hlið hennar Linda Guðmundsdóttir og á endanum hægra megin er Alma Rún Baldursdóttir.

Liðin hafa æft af krafti og er mikil og góð stemming í íslenska hópnum. Ferðin er hluti að undirbúningi liðana fyrir Evrópumótið en nú þegar rétt um 90 dagar eru í mótið er spennan heldur betur farin að magnast og krakkarnir tilbúnir að gefa allt í verkefnið.

Myndin er af fésbókarsíðu Unglingalandsliðsins í hópfimleikum (Junior Mix Team Iceland).

Tags:
,