Upplýsingar um fimleikahópa

Upplýsingar um fimleikahópa

Vegna fjölda fyrirspurna vill fimleikadeildin koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Skráningu í fimleika lauk 24. ágúst og það tekur a.m.k. viku að raða öllum niður á æfingar. Verið er að vinna eins hratt og hægt er og munu foreldrar og forráðamenn fá upplýsingar sendar í tölvupósti um leið og hópaskiptingar eru tilbúnar. Það verður um næstu helgi.

Æfingar hefjast mánudaginn 2. september.

Það er orðið fullt í krílahópana, sem eru fyrir börn fædd árið 2008 og 2009, og þess vegna hefur verið lokað fyrir skráningu. Tekið ef við börnum á biðlista og verður stofnaður nýr hópur þegar 10 börn eru komin á biðlista. Það er best að skrá á biðlista með því að senda póst á fimleikarselfoss@simnet.is við staðfestum þá móttöku og höfum svo samband þegar börnin komast að. Það gengur hratt svo biðin ætti ekki að vera löng fyrir krílin.

Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 14. september.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.