Uppskeruhátíð fimleikadeildar

Uppskeruhátíð fimleikadeildar

Fimmtudaginn 4. júní veitti fimleikadeild Selfoss viðurkenningar fyrir síðasta tímabil. Veitt voru sjö einstaklingsverðlaun auk viðurkenningar fyrir lið ársins.

Eftirfarandi hlutu verðlaun:

LIÐ ÁRSINS: KK eldri.

FIMLEIKAKONA ÁRSINS: Auður Helga Halldórsdóttir.

FIMLEIKAMAÐUR ÁRSINS: Bjarni Már Stefánsson.

FRAMFARIR OG ÁSTUNDUN KVK: Ása Kristín Jónsdóttir.

FRAMFARIR OG ÁSTUNDUN KK: Daníel Már Stefánsson.

EFNILEGASTI UNGLINGURINN KVK: Karolína Helga Jóhannsdóttir.

EFNILEGASTI UNGLINGURINN KK: Ævar Kári Eyþórsson.

FÉLAGI ÁRSINS: Sigurbjörg Hróbjartsdóttir.

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju.

Deildin er fjölmenn og ríkir ávallt mikil gleði og gaman í æfingasalnum í Baulu. Síðasta vika var sérlega lífleg og skemmtileg þegar fimleikadeildin var með vinaviku en þá máttu allir iðkendur deildarinnar bjóða vin/vinkonu með sér á æfingu. Tókst það einstaklega vel.

Sumaræfingar og sumarnámskeið hófust á mánudaginn og er hægt að skrá sig til leiks í gegnum Nóra á slóðinni selfoss.felog.is.

sóh

Á mynd með fréttinni eru í efri röð f.v. Auður Helga, Ása Kristín, Sigurbjörg Hróbjartsdóttir og Karolína Helga. Í neðri röð f.v. Ævar Kári, Daníel Már og Bjarni Már.
Á mynd fyrir neðan eru strákarnir í liði ársins.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss.