
20 ágú Vetraræfingar hefjast á næstu vikum
Posted at 00:14h
in Fimleikar, Frjálsíþróttir, Handbolti, Júdó, Knattspyrna, Mótokross, Sund, Taekwondo

Nú er vetrarstarfið að fara í fullan gang hjá Umf. Selfoss og æfingar að hefjast hjá deildum félagsins.
Æfingar í handbolta hefjast mánudaginn 24. ágúst og liggja æfingatímar fyrir.
Hjá sundfólki 10 ára og eldri hefjast æfingar einnig mánudaginn 24. ágúst. Í taekwondo hefjast æfingar hjá yngri iðkendum miðvikudaginn 26. ágúst og verða á sama tíma og í fyrra. Æfingatímar í sundi og taekwondo verða auglýstir í næstu Dagskrá og á heimasíðu félagsins.
Verið er að ganga frá hópaskiptingu í fimleikum og hefjst æfingar mánudaginn 31. ágúst.
Vetraræfingar júdó verða betur auglýstar í næstu viku.
Þá eru ennþá í gangi sumaræfingar í frjálsum, knattspyrnu og mótokross.