WOW Bikarmót í hópfimleikum

WOW Bikarmót í hópfimleikum

Helgina 23.-24. febrúar síðastliðin fór fram WOW Bikarmót í umsjón Fimleikadeildar Selfoss.
Þar voru 42 lið mætt til keppni í 5 hlutum. Selfoss átti lið í 2. flokki, 1. flokki, flokki yngri drengja og flokki eldri drengja.
Keppendurnir frá Selfossi voru félagi sínu til mikils sóma, áttu flotta keppni og leikgleðin var mikil. Drengirnir kepptu á laugardagsmorgninum og lentu yngri drengirnir þar í 3. sæti og eldri drengirnir í 2. sæti. Frábær frammistaða. 2. flokkurinn keppti seinna á laugardeginum og átti ágætt mót, en með dálitlum hnökrum, sem skilaði þeim 9. sæti. Á sunnudeginum keppti elsti flokkurinn okkar, 1. flokkur en þær voru að keppa í fyrsta skipti í þessum aldursflokki eftir að hafa verið í 2. flokki á síðasta keppnisári. Þær stóðu sig frábærlega í nýjum áskorunum og enduðu í 2. sæti. Innilega til hamingju með árangurinn öll!