
03 okt ZUMBA fitness PARTÝ

Laugardaginn 6.október klukkan 12:00 í íþróttahúsinu Baulu verður haldið heljarinnar zumbapartý. Þetta er hluti af fjáröflun þeirra iðkenda sem valin voru í landslið Íslands í hópfimleikum en þau eru að fara að keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum sem haldið verður í Aarhus í Danmörku 18.-20.október. Aðgangseyrir 1500kr. Ekkert aldurstakmark! Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í partýgírnum.