Ungmennafélag Selfoss hóf notkun á vefskráningar- og greiðslukerfinu Nóra árið 2012 og hafa allar deildir félagsins notað kerfið við skráningu iðkenda og greiðslu æfingagjalda frá hausti 2013. Á vefsíðu félagsins er hnappur sem heitir Skráning iðkenda og þegar smellt er á hann opnast innskráningarsíða Nóra.
Slóðin inn á kerfið er https://selfoss.felog.is/
Á vefsíðu Greiðslumiðlunar sem rekur Nóra eru ítarlegar leiðbeiningar um notkun Nóra.
Hægt er að lesa meira um Nóra sem rekið er af Greiðslumiðlun með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Flestir notendur kerfisins eru íþróttafélög, en einnig nota fjölmörg sveitarfélög, einkafyrirtæki, skátarnir og tónlistarskólar kerfið með góðum árangri.
Upplýsingar um Nóra sem rekið er af Greiðslumiðlun
Í flestum tilfellum er hægt að ganga frá skráningu á námskeið fyrsta mánuðinn sem það stendur yfir. Ef meira en mánuður er liðinn frá því að námskeið hófst þarf að hafa samband við þjónustumiðstöð Umf. Selfoss með því að senda skráningu á netfangið umfs@umfs.is með eftirfarandi upplýsingum.
Þá skráir starfsmaður Umf. Selfoss viðkomandi iðkanda inn í kerfið og forráðamaður fær tölvupóst með tilkynningu um staðfestingu á skráningu. Þá er hægt að ganga frá greiðslu æfingagjald í gegnum Nóra á vefnum.
Séu einhver vandamál við skráninguna vinsamlegast hafið samband við þjónustumiðstöð félagsins á skrifstofutíma í síma 482-2477 eða með tölvupósti á netfangið umfs@umfs.is.