Nóri – leiðbeiningar

Ungmennafélag Selfoss hefur notað skráningar- og greiðslukerfið Nóra frá árinu 2012. Stefnt er að því að allar deildir félagsins noti þetta kerfi við skráningu iðkenda frá hausti 2013. Á heimasíðu félagsins er hlekkur sem heitir Skráning iðkenda. Þegar smellt er á hann opnast vefsíða með innskráningu í Nóra.

Slóðin inn á kerfið er: https://selfoss.felog.is/

Til að komast inn á vefinn verður að lesa og samþykkja skilmála síðunnar með því að haka í viðkomandi reit.

Þegar komið er á vefinn í fyrsta skipti þarf að nýskrá sig á vefinn með því að smella á „Nýskráning“ á neðri hluta síðunnar. Þar þarf að skrá inn kennitölu og sér tenging við Þjóðskrá um að fylla út grunnupplýsingar. Notandi þarf að skrá inn upplýsingar um netfang, síma, heimilisfang, lykilorð og hvort hann sé einnig iðkandi og/eða félagsmaður.

Þegar því er lokið er hægt að skrá sig á innri vefinn. Samþykkja verður skilmála áður en komist er inn á hann. Þá birtist listi yfir þá einstaklinga sem notandi hefur forráð yfir. Þar getur forráðamaður séð hvaða námskeið eru í boði fyrir hvern einstakling fyrir sig. Ef smellt er á „námskeið / flokkar í boði“ kemur upp listi af námskeiðum sem standa þeim einstaklingi til boða. Síðan er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda.

Athugið að í vefskráningunni er einungis hægt að ganga frá greiðslu með kreditkorti eða greiðsluseðli. Hægt er að skipta greiðslum í allt að 12 skipti.

Ef óskað er eftir að greiða með debetkorti eða millifæra inn á reikning skal senda skráningu á umfs@umfs.is með eftirfarandi upplýsingum. Þá skráir starfsmaður Ungmennafélagsins viðkomandi iðkanda inn í kerfið þegar gengið hefur verið frá greiðslu.

x Nafn iðkanda
x Kennitala iðkanda
x Heiti námskeiðs/æfingahóps
x Greiðslufyrirkomulag: staðgreiðsla/millifærsla/skipta á greiðslukort

Séu einhver vandamál við skráninguna vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins á skrifstofutíma í síma 482-2477 eða með tölvupósti á netfangið umfs@umfs.is.