Knattspyrnuskólinn

Knattspyrnuskólinn 2015

Knattspyrnusumarið 2015 verður stórkostlegt og býður knattspyrnudeild Selfoss upp á fjölmörg flott sumarnámskeið fyrir áhugasama og fjöruga krakka. Allir sem koma á námskeið hjá deildinni geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem menn hafa æft lengi eða eru að byrja á sínum fyrstu æfingum. Þjálfarar námskeiðanna eru vel menntaðir og reyndir í þjálfun og kennslu. Einnig eru leikmenn meistaraflokka og efnilegir fótboltakrakkar leiðbeinendur á námskeiðunum.

Öll námskeiðin eru haldin á æfingasvæði deildarinnar á JÁVERK-vellinum við Engjaveg og er mikill metnaður lagður í hvert námskeið. Við hvetjum alla til að leggja leið sína út á völl, hvort sem það er á leik hjá meistaraflokkum félagsins, til að kíkja við á leiki yngri flokka, á æfingar og námskeiðin okkar eða bara til þess að taka göngutúr um líflegt svæði og vera þátttakandi í knattspyrnusumrinu árið 2015 hjá flottasta liði landsins.

Knattspyrnunámskeið fyrir krakka fædda 2003-2007

Námskeið 1
10. júní – 19. júní – Ofurnámskeið

Námskeið 2
22. júní – 3. júlí – Atvinnumannanámskeið

Námskeið 3
6. júlí – 17. júlí – Selfoss námskeið

Námskeið 4
2o. júlí – 30. júlí – Afreksmannanámskeið

Öll námskeið knattspyrnudeildarinnar eru getu- og aldursskipt og áhersla lögð á að einstaklingurinn njóti sín. Aðaláhersla er lögð á grunn- og fíntækni með skipulögðum vel upp settum æfingum með skemmtilegum leikjum og mikilli útiveru. Samvera og samstaða er stór þáttur á öllum námskeiðunum og er mikið lagt upp úr samvinnu og að krakkarnir virði hvort annað.

Á hvert námskeið koma góðir gestir bæði landsliðsmenn, atvinnumenn og leikmenn sem spila fyrir meistaraflokka Selfoss.

Öll námskeið eru frá kl. 9:15 – 12:00 mánudaga til föstudaga en hægt er að semja um sérstaka daga eða einstaka vikur eftir því hvernig hverri fjölskyldu hentar í hvert skipti.

Verð á námskeiðin eru frá kr. 10.000 miðað við fullt námskeið.

Skráning og frekari upplýsingar um námskeið deildarinnar eru á netfanginu knattspyrna@simnet.is

Hér á heimasíðu Umf. Selfoss má einnig finna upplýsingar um æfingatíma og þjálfara deildarinnar.


Coerver á Íslandi í samvinnu við Selfoss bjóða upp á Coerver námskeið helgina 15.-17. maí

Coerver námskeiðið er fyrir krakka í 3. – 6. fllokki karla og kvenna og er helgarnámskeið

Verð kr. 12.500

Skráning hjá heidar.thorleifsson@coerver.is

IMG_4220