Sumarnámskeið í fimleikum

Fjörug sumarnámskeið í fimleikum 2012

Fimleikadeild Selfoss stendur fyrir sumarnámskeiðum í sumar og verða þrjú tímabil í boði. Námskeiðin eru tvær vikur í senn. Kennt er eftir hádegið kl. 13:00-15:30. Á námskeiðunum er farið í grunnæfingar fimleika, styrktar- og liðleikaæfingar, sem og leiki. Farið er út með áhöldin þegar vel viðrar eða brugðið á leik. 

Hvert námskeið kostar 10.000 kr. sem greiðist í fyrsta tímanum.
Skráning fer fram á netfangið: fimleikarselfoss@gmail.com 

Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2007, 2006, 2005 og 2004, jafnt stráka sem stelpur. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum til að mega sækja þessi námskeið.

Eftirfarandi tímabil eru í boði:

11. júní – 22. júní
25. júní – 6. júlí
6. ágúst – 17. ágúst

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar
Fimleikadeild Umf. Selfoss