Frjálsar

Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 5. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar til að hæfa sérstaklega þeim aldri sem þær eru