Frjálsar

Meistaramót Íslands í fullorðinsflokki var haldið í Kaplakrika um liðna helgi, 22.-23. febrúar. HSK/Selfoss átti þar góðan hóp keppenda sem öll stóðu sig með prýði. Uppskeran var eitt gull, eitt silfur og eitt brons, ásamt HSK metum og persónulegum bætingum. Eva María Baldursdóttir Selfossi sigraði í hástökki kvenna er hún vippaði sér yfir 1,76 m og bætti sig innanhúss um þrjá