Frjálsar

Brúarhlaup á Selfossi 6.ágúst 2022 Hið árlega Brúarhlaup á Selfossi fer fram laugardaginn 6. ágúst 2022. Árið 2014 var dagsetningu hlaupsins og hlaupaleiðum breytt og fer það nú fram,  sjöunda árið í röð, á sama tíma og Sumar á Selfossi og Olís mót í knattspyrnu fer fram á Selfossi. Mikil ánægja var með breytingarnar á sínum tíma og skapaðist mikil stemmning á Selfossi í tengslum við hlaupið.  Vegalengdir  Hlaupavegalengdir eru 10 km, 5 km, 3 km skemmtiskokk ásamt 800 m Sprotahlaupi fyrir krakka 8 ára og yngri.  Einnig fer fram keppni í 5 km hjólreiðum (skemmtihjólreiðar, ekki hröð keppnisbraut).   Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Tímataka er í öllum vegalengdum. (Flögur)  Athugið að gerðar hafa verið breytingar á